Armenskur hermaður féll í dag í skotárás við aserska herinn við landamæri Aserbaídsjan og Armeníu samkvæmt tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Armeníu.
Áfram er spennustig á landamærunum hátt eftir átök síðasta haust um landssvæðið Nagorno-Karabakh.
„Einn hermanður hefur látist eftir skotárás sem hófst með skotum frá aserskum hermönnum,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að árásin hafi átt sér stað við landamærin Armeníumegin og að nú hefði náðst „ró“.