Biden og Pútín funda í Genf

Samsett mynd af Joe Biden og Vladimir Pútín.
Samsett mynd af Joe Biden og Vladimir Pútín. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, munu halda sinn fyrsta leiðtogafund í Genf í næsta mánuði.

Fundurinn í svissnesku borginni verður haldinn 16. júní, að sögn Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

„Leiðtogarnir munu ræða ýmis brýn málefni um leið og reynt verður að auka fyrirsjáanleikann og stöðugleikann í sambandi Bandaríkjanna og Rússlands,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert