Helmingur allra fullorðinna í Bandaríkjunum verður fullbólusettur eftir daginn í dag. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir heimildarmanni úr Hvíta húsinu.
Bandaríkin hafa gefið flesta bóluefnaskammta á heimsvísu en eru einnig með flest skráð smit og dauðsföll, rúm 33 milljón smit og 590 þúsund dauðsföll. Eftir að bólusetningar hófust af fullum krafti fyrr á þessu ári hefur smitum og dauðsföllum fækkað verulega.