Krefjast ítarlegri rannsóknar á upphafi faraldurs

Heilbrigðisstarfsfólk í Wuhan við upphaf faraldursins 2020.
Heilbrigðisstarfsfólk í Wuhan við upphaf faraldursins 2020. AFP

Bandaríkin, Ástralía, Japan og fjórar aðrar þjóðir kölluðu eftir því í dag að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) framkvæmdi ítarlegri rannsókn á uppruna Covid-19 veirunnar.

Ríkin sögðust á aðalfundi WHO með þessu leggja áherslu mikilvægi sérfræðiþekkingar um upphaf faraldursins. Nauðsynlegt væri að greina það hvers vegna veiran fór að berast manna á milli. Það væri einnig grundvöllur þess að forðast aðra slíka faraldra.

Engin einróma ályktun um upphaf faraldurs

Þrátt fyrir andmæli Kínverja fór fjölþjóðlegt teymi vísindamanna að rannsaka Wuhan-borgina til þess að rannsaka upphaf faraldursins fyrr á þessu ári. Teymið var á vegum WHO en niðurstöður hennar voru birtar í mars síðastliðnum.  

Engin eindregin ályktun kom úr þeirri rannsókn svo teymið kaus að útiloka ekki neina tilgátu. Hins vegar sagði teymið hugmyndina um að vírusinn hafi borist í menn frá leðurblökum með viðkomu í einu dýri inni á milli líklegasta. Teymið sagði þá tilgátu að veiran hafi borist af rannsóknarstofu „ákaflega ólíklega“.

Þrátt fyrir það sagði formaður WHO allar tilgátur enn til skoðunar, rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ógagnsæ og fyrir að gefa tilgátunni um leka af rannsóknarstofu ekki nægjanlegan gaum.

Allir heimsfaraldrar frá 1900 borist úr dýrum

Í svari Vísindavefsins sem birtist í dag „Er vitað hvaðan spænska veikin kom?“ segir Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, að af þeim sex heimsfaröldrum sem riðið hafi yfir heimsbyggðina frá upphafi 20. aldar eigi þeir allir sameiginlegt að vera veirusýkingar og hafa borist í menn úr dýrum.

„Þessir nýju smitsjúkdómar sem urðu að heimsfaröldrum eiga það ekki aðeins sameiginlegt að sýkilinn berst upphaflega úr dýrum heldur voru veirur orsök þeirra allra. Sýkillinn þarf þó ekki að vera veira, bakteríur geta líka borist á milli dýra og manna og valdið mjög skæðum og útbreiddum sjúkdómum.“

Jón Magnús Jóhannesson skrifaði svar um spænsku veikina og uppruna …
Jón Magnús Jóhannesson skrifaði svar um spænsku veikina og uppruna hennar. Ljósmynd/Aðsend

Vilja nýja, gegnsærri rannsókn

Xavier Becerra heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna segir annan þátt rannsóknarinnar þurfa að hefjast og grundvallast á „gagnsæi, vísindahyggju og á að gefa alþjóðateymi sérfræðinga ráð á því til þess að komast að rótum veirunnar og upphafsdögum hennar.“

Málið er viðkvæmt innan stofnunarinnar og því er ekki líklegt að samhugur náist um efnið samkvæmt fréttaveitunni AFP.

Xavier Becerra heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna.
Xavier Becerra heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert