„Við vonum að hann þrauki“

AFP

Hví­trúss­nesk­um flug­fé­lög­um hef­ur verið bannað að fljúga í loft­helgi Evr­ópu­sam­bands­ins og Air France hef­ur til­kynnt um að öll­um flug­ferðum í loft­helgi Hvíta-Rúss­lands hafi verið af­lýst. Er það í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar ESB í kjöl­far þess að flug­vél Ry­ana­ir var gert að lenda í höfuðborg Hvíta-Rúss­lands, Minsk, um helg­ina.

Um borð var aðgerðasinn­inn og blaðamaður­inn Rom­an Prota­sevich, en flug­vél­in var á leið frá Grikklandi til Lit­há­en á sunnu­dag. Yf­ir­völd í Hvíta-Rússlandi halda því fram að neyðarlend­ing­in hafi verið fram­kvæmd vegna sprengju­hót­un­ar frá Ham­as-sam­tök­un­um, sem reynst hafi fölsk og að ekki hafi verið vitað að Prota­sevich væri um borð.

Roman Protasevich.
Rom­an Prota­sevich. Skjá­skot af mynd­skeiðinu

Prota­sevich er 26 ára gam­all. Hann flúði land árið 2019 til Lit­há­en þar sem hann stofnaði ásamt fleir­um spjall­rás­ina Nexta á miðlin­um Tel­egram. Spjall­rás­in gegndi lyk­il­hlut­verki í að skipu­leggja um­fangs­mik­il mót­mæli í fyrra gegn Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seta Hvíta-Rúss­lands. Stjórn­völd hafa skil­greint hóp­inn sem öfga­sam­tök og ákært Prota­sevich fyr­ir að efna til óeirða. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fang­elsi verði hann sak­felld­ur.

Farþegar vél­ar­inn­ar lýstu því við AFP hversu ótta­sleg­inn Prota­sevich varð þegar í ljós kom að lenda ætti vél­inni í Minsk. Monika Sim­kiene, einn farþeg­anna, sagði í sam­tali við blaðamann: „Hann sneri sér að fólki og sagði að hann stæði frammi fyr­ir dauðarefs­ingu.“ Hvíta-Rúss­land er eina Evr­ópu­ríkið þar sem dauðarefs­ing­ar viðgang­ast enn.

Stjórn­völd í Lit­há­en hafa ráðlagt borg­ur­um sín­um að yf­ir­gefa Hvíta-Rúss­land af ör­ygg­is­ástæðum.

Þær sem eru lagðar af stað breyta áætl­un­um sín­um

Í til­kynn­ingu frá Air France í morg­un kem­ur fram að þetta sé í sam­ræmi við ákvörðun ESB í gær og að öll­um flug­ferðum inn í loft­helgi Hvíta-Rúss­lands hafi verið af­lýst þangað til annað verði ákveðið. Þær þotur fé­lags­ins sem þegar væru komn­ar í loftið myndu breyta áætl­un­um sín­um. 

Á fundi leiðtogaráðs ESB í Brus­sel í gær var einnig samþykkt bann við að flug­fé­lög ríkja ESB myndu fljúga yfir Hvíta-Rúss­land og gripið yrði til frek­ari efna­hagsþving­ana en nú eru í gildi.  

Mynd­skeið er komið í dreif­ingu þar sem Prota­sevich seg­ist vera við góða heilsu og játi á sig alla glæpi sem hann er sakaður um af hálfu rík­is­ins. Aðgerðasinn­ar segja aft­ur á móti að hann hafi verið beitt­ur þrýst­ingi til að játa.

Styður aðgerðir ESB

For­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden, seg­ir aðgerðir stjórn­valda í Hvíta-Rússlandi til skamm­ar og árás á bæði fjöl­miðlafrelsi og póli­tísk­an and­stæðing. Hann styður aðgerðir ESB gegn Hvíta-Rússlandi. 

Faðir Prota­sevich seg­ist í sam­tali við BBC ótt­ast að son­ur hans verði pyntaður. Að sögn Dmitri Prota­sevich er hann veru­lega ugg­andi um hans hag og hvernig komið verði fram við son hans í heima­land­inu. „Við von­um að hann þrauki. Við erum of hrædd til að jafn­vel hugsa um það of­beldi og pynt­ing­ar sem hann á yfir höfði sér,“ seg­ir hann í viðtali við BBC og bæt­ir við að þau séu í áfalli yfir því sem geti gerst í hjarta Evr­ópu á 21. öld­inni. 

Náði síðast að skrifa mamma

Stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi sendu orr­ustuþotur af stað til þess að þvinga flug Ry­ana­ir,  FR4978, sem hafði farið frá Aþenu fyrr um morg­un­inn og átti að lenda í Vilnius, til að lenda í Minsk. Vél­in lenti í Minsk klukk­an 13:16 að staðar­tíma á sunnu­dag, klukk­an 10:16 að ís­lensk­um tíma. 

Lög­regla hand­tók Prota­sevich þegar vél­in lenti með 126 farþega um borð. Jafn­framt var unn­usta hans, Sofia Sapega, hand­tek­in. Móðir henn­ar seg­ir að Sofia, sem er 23 ára göm­ul, hafi verið færð í fang­elsi í Minsk og það síðasta sem hún hafi náð að skrifa á What­sApp-skila­boðafor­ritið var mamma. Ásak­an­ir á hend­ur henni liggja ekki fyr­ir. 

New York Times

BBC

Guar­di­an

Sky

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka