Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna segir að prófanir hafi sýnt að virkni bóluefni þess gegn kórónuveirunni sé „mjög mikil“ á meðal ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára. Það ætlar að óska eftir markaðsleyfi í næsta mánuði.
Þessu greindi Stephane Bancel, forstjóri Moderna, frá í yfirlýsingu.
„Við munum senda þessar niðurstöður til bandarísku lyfjastofnunarinnar og til annarra eftirlitsaðila víðs vegar um heiminn snemma í júní og óska eftir markaðsleyfi,“ sagði hann.