Amazon kaupir MGM-studios

MGM turninn í Los Angeles.
MGM turninn í Los Angeles. AFP

Amazon hefur gengist við því að kaupa hinn sögufræga kvikmyndaframleiðanda MGM á 8,45 milljarða bandaríkjadala.

Kaupin eru hluti af aukinni sókn Amazon í streymisveituorrustuna. Með kaupunum bætir Amazon Prime Video 4.000 kvikmyndum í streymissafnið sitt auk 17.000 þáttaraða.

MGM stendur fyrir Metro Goldwyn Mayer en fyrirtækið er þekkt fyrir einkennismerki sitt sem er ljón sem iðulega sést fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti framleiðandans. MGM framleiðir m.a. James Bond-kvikmyndirnar.

Síðustu ár hefur MGM barist í bökkum fjárhagslega og var naumlega forðað frá gjaldþroti 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert