Nokkrir eru látnir eftir skotárás í San Jose-borg í Kaliforníu. Lögreglan í San Jose getur ekki staðfest hve margir eru látnir, en staðfestir að það séu nokkrir og nokkrir til viðbótar alvarlega særðir.
Árásarmaðurinn er látinn en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.
Árásin var gerð á léttlestarstöð, ekki er vitað hvort árásarmaðurinn hafi verið starfsmaður sjálfur en starfsfólk stöðvarinnar var á meðal fórnarlamba.
Borgarstjóri San Jose gaf út yfirlýsingu á Twitter.
The Sheriff’s Office has set up a reunification center for families at the County Building at 70 Hedding St., near 1st Street. In the @VTA family, we mourn our lost coworkers and pray for the recovery of those being treated.
— Sam Liccardo (@sliccardo) May 26, 2021