Banvæn skotárás í San Jose

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Nokkrir eru látnir eftir skotárás í San Jose-borg í Kaliforníu. Lögreglan í San Jose getur ekki staðfest hve margir eru látnir, en staðfestir að það séu nokkrir og nokkrir til viðbótar alvarlega særðir. 

Árásarmaðurinn er látinn en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. 

Árásin var gerð á léttlestarstöð, ekki er vitað hvort árásarmaðurinn hafi verið starfsmaður sjálfur en starfsfólk stöðvarinnar var á meðal fórnarlamba.

Borgarstjóri San Jose gaf út yfirlýsingu á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert