Kom kórónuveiran af rannsóknarstofu?

Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna.
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AFP

Dr. Anthony Fauci, helsti læknisfræðilegi ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, segist „ekki sannfærður“ um að kórónuveiran hafi þróast með náttúrulegum hætti utan Veirurannsóknarstofnunarinnar í Wuhan í Kína.

Hann telur að rannsaka þurfi í þaula hvernig veiran hafi orðið til.

Æ fleiri telja nú líklegt að veiran hafi orðið til á veirurannsóknarstofnuninni, þar sem hún hafi verið gerð í læknisfræðilegum tilgangi, en síðan sloppið út, að því er fram kemur í umfjöllun um kórónuveiruna í Morgunblaðinu í dag.

Kínversk stjórnvöld þykja hafa verið naum á aðgang að stofnuninni, en umfram allt hafa ekki fundist nein sönnunargögn, sem styðja tilgátur um náttúrulega tilurð veirunnar og smit hennar í menn. Eitt og hálft ár er liðið frá því heimsfaraldurinn braust út í Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert