Takmarka notkun bóluefnis Janssen

Bóluefni Janssen.
Bóluefni Janssen. AFP

Belg­ar und­ir 41 árs aldri munu ekki leng­ur fá bólu­efni Jans­sen í kjöl­far and­láts ungr­ar konu sem fengið hafði bólu­efnið.

Belg­ísk yf­ir­völd til­kynntu um þetta í dag, en kon­an sem var yngri en 40 ára lést 21. maí. Belg­ísk yf­ir­völd hafa farið fram á álit Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu vegna máls­ins. 

„Fólki sem þegar hef­ur verið boðið þetta bólu­efni og er yngri en 41 árs mun vera boðið annað bólu­efni,“ sagði flæmski vel­ferðarráðherr­ann Wou­ter Beke í kjöl­far þess að til­kynnt var um tak­mörk­un­ina. 

Bólu­efnið verður áfram notað við bólu­setn­ing­ar á eldra fólki og jaðar­hóp­um. Tak­mörk­un­in gæti aft­ur á móti haft áhrif á bólu­setn­inga­her­ferð belg­ískra yf­ir­valda, en til stóð að öll­um full­orðnum Belg­um hefði verið boðin bólu­setn­ing fyr­ir 11. júlí. 

Í áliti Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu frá því í apríl kom fram að mögu­leg tengsl væru á milli bólu­efn­is Jans­sen og sjald­gæfra blóðtappa. Í álit­inu sagði þó að slík til­felli væru afar sjald­gæf og að heilt á litið væri hættu­minna að fá bólu­efnið en að sleppa því. 

Frétt Brus­sels Times. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert