Dómur yfir Gunnari Jóhanni stendur óraskaður

Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsi í september.
Gunnar Jóhann í samtali við mbl.is í fangelsi í september. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Hæstiréttur Noregs hefur vísað frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að verða hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni að bana í Mehamn árið 2019. Dómurinn yfir Gunnari stendur því óraskaður. 

Í apríl var Gunnar látinn laus úr haldi að ákvörðun áfrýjunardómstóls þar til ljóst yrði hvort málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti. Gunnar hlaut upphaflega 13 ára fangelsisdóm en áfrýjunardómstóll mildaði dóminn í fimm ár í mars síðastliðnum. 

Hæstiréttur Noregs hefur nú hafnað því að taka áfrýjunina til meðferðar og mun dómurinn yfir Gunnari því standa. 

Gunn­ar hef­ur alltaf haldið því fram að um slysa­skot hafi veri að ræða og féllust fjór­ir af sjö dóm­ur­um við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn á þá skýr­ingu, það er mann­dráp af gá­leysi. Aft­ur á móti hélt sak­sókn­ari því fram að um vilja­verk hefði verið að ræða en Gunn­ar hafði ít­rekað hótað því að drepa hálf­bróður sinn.

Vísir greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert