Réttarhöld hófust í Kína í dag yfir áströlskum aktívista og bloggara. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum en mikil öryggisgæsla er við þinghúsið.
Yang Jun fæddist í Kína en er nú sakaður um njósnir af kínverskum yfirvöldum. Utanríkisráðherra Ástralíu hefur miklar áhyggjur af málavöxtum og birti bréf frá Yang þar sem hann segir engan fót fyrir ásökunum og sagðist beittur pyndingum í varðhaldinu.
Jun hafði setið í gæsluvarðhaldi í 26 mánuði og kvaðst ekki hafa séð sólarljós allan þann tíma eða fengið ferskt loft, hann sagðist þó andlega sterkur og óhræddur.
Milliríkjasamband Ástralíu og Kína hefur hrakað gífurlega á síðustu árum. Má þar sérstaklega merkja það að Ástralía studdi tillögu Bandaríkjanna á nýlegum ársfundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þar sem krafist var ítarlegri rannsóknar á uppruna Kórónaveirufaraldursins.