Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er látinn. Frá þessu er greint á heimasíðu danska Íhaldsflokksins, en Schlüters var formaður flokksins frá 1974 til 1993 og forsætisráðherra frá 1982 til 1993. Hann var fyrsti forsætisráðherra flokksins og fyrsti íhaldssami forsætisráðherra Danmerkur frá 1901.
Í tilkynningu Íhaldsflokksins kemur fram að Schlüters, sem var fæddur árið 1929 og því 92 ára gamall, hafi sofnað svefninum langa í morgun í faðmi fjölskyldu sinnar.
Eftir að Schlüters sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfari Tamílamálsins árið 1993 tók hann sæti á Evrópuþinginu frá 1994 til 1999.