Eftir 12 ár í sæti forsætisráðherra gæti valdatíð Benjamíns Netanjahú senn verið á enda.
Sjónvarpsmaðurinn fyrrverandi Yair Lapid freistar þess nú að mynda meirihluta á ísraelska þinginu án Netanjahú og Likud-flokksins hans. Fylkingin hefur hlotið viðurnefnið „breytingahreyfingin“.
Hinn mögulegi meirihluti samanstendur af fjölbreyttum flokkum og hugmyndum. Meðal annars ísraelska þjóðernissinnanum Nafil Bennet en einnig ísraelskum aröbum. Meðal þess sem Lapid hefur stungið upp á er að skipta forsætisráðherrastólnum á milli sín og Nafalti Bennett, þannig að hvor þeirra myndi gegna embættinu eitt ár í senn.
Netanjahú hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega og sagði hana hættulega vinstrifylkingu.
Lipid fær frest fram á miðvikudagskvöld til að sameina fylkinguna og mynda stjórn, en til þess þyrfti hann 61 sæti í ísraelska þinginu.