Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Þúsundir Nýsjálendinga gætu neyðist til að yfirgefa heimili sín vegna flóðahættu í kjölfar mikilla rigninga á Suðurey. Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í Canterbury-héraði sem hefur orðið verst úti.

Veðurstofa Nýja-Sjálands gaf út rauða viðvörun en hún spáir um 300 millimetrum af rigningu í innlandi eyjunnar. Hersveitir hafa verið settar í viðbragðsstöðu, ef til brottflutnings kæmi.

Yfirvöld í Cantebury vildu ekki taka neinar áhættur í þessum efnum og því hafi verið gripið til þess að lýsa yfir neyðarástandi. „Við bara bíðum með öndina í hálsinum í nótt,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Neville Reilly, yfirmanni almannavarna í Cantebury.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka