Tveir látnir eftir skotárás í Miami

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Tveir eru látnir og tuttugu hið minnsta særðir eftir skotárás í á tónleikastað í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Staðarmiðillinn Miami Herald greinir frá.

Árásin átti sér stað skömmu eftir miðnætti að staðartíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði salurinn verið leigður út til tónleikahalds, en þegar tónleikunum var lokið stukki þrír menn út úr hvítri bifreið og hófu að skjóta á mannfjöldann.

Þetta er önnur skotárásin í Miami um helgina, en aðfaranótt laugardags lést einn og sex særðust í árás í hverfinu Wynwood.

Lögreglustjórinn Alfredo Ramirez segist ekki telja að fórnarlömbin hafi verið valin af handahófi. „Þessa tegund úthugsaðra árása verður að stöðva. Þetta er sama sagan hverja helgi,“ segir lögreglustjórinn.

Fréttin kann að verða uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka