Leit lokið í Dordogne

AFP

Fyrrverandi hermaður sem var á flótta undan réttvísinni var særður lífshættulega af lögreglu í dag en hans hefur verið leitað síðan á laugardagskvöldið. Innanríkisráðherra Frakklands greinir frá því að maðurinn hafi verið gerður óvígur og leitinni sé lokið. 

Le Parisien greinir frá því að maðurinn, Terry Dupin, hafi verið særður lífshættulega og fluttur á sjúkrahús. Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitarfólks hefur leitað hans í skóglendi í Dordogne frá því aðfaranótt sunnudags.

Terry Dupin.
Terry Dupin. AFP

Dupin hefur ítrekað verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi og um miðnætti á laugardag kom hann vopnaður heim til fyrr­ver­andi konu sinn­ar þrátt fyrir nálgunarbann. Óskað var eft­ir aðstoð lög­reglu eft­ir að hann skaut að unn­usta henn­ar án þess að hæfa og þegar lög­regla kom á vett­vang skaut hann á hana áður en hann lét sig hverfa inn í skóg­inn. 

Le Parisien

Skógurinn við Le Lardin-Saint-Lazare þar sem maðurinn faldi sig fyrir …
Skógurinn við Le Lardin-Saint-Lazare þar sem maðurinn faldi sig fyrir lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka