Fyrrverandi hermaður sem var á flótta undan réttvísinni var særður lífshættulega af lögreglu í dag en hans hefur verið leitað síðan á laugardagskvöldið. Innanríkisráðherra Frakklands greinir frá því að maðurinn hafi verið gerður óvígur og leitinni sé lokið.
#Dordogne : l’individu a été neutralisé.
— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) May 31, 2021
Merci aux gendarmes, et en particulier au GIGN, pour leur action déterminante ainsi qu’à l’ensemble des services de l’Etat mobilisés.
Le Parisien greinir frá því að maðurinn, Terry Dupin, hafi verið særður lífshættulega og fluttur á sjúkrahús. Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitarfólks hefur leitað hans í skóglendi í Dordogne frá því aðfaranótt sunnudags.
Dupin hefur ítrekað verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi og um miðnætti á laugardag kom hann vopnaður heim til fyrrverandi konu sinnar þrátt fyrir nálgunarbann. Óskað var eftir aðstoð lögreglu eftir að hann skaut að unnusta hennar án þess að hæfa og þegar lögregla kom á vettvang skaut hann á hana áður en hann lét sig hverfa inn í skóginn.