Macron og Merkel krefjast svara

Macron og Merkel krefja stjórnvöld í Danmörku og Bandaríkjunum um …
Macron og Merkel krefja stjórnvöld í Danmörku og Bandaríkjunum um skýringar. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefja stjórnvöld í Danmörku og Bandaríkjunum um skýringar vegna ásakana um að danska leyniþjónustan hafi aðstoðað bandarísk starfssystkini sín við að njósna um evrópska stjórnmálamenn. 

„Þetta er ekki ásættanlegt milli bandamanna, og jafnvel enn óásættanlegra á milli bandamanna og evrópskra samstarfsaðila,“ sagði Macron. Merkel samsinnti honum. 

Danska ríkisútvarpið uppljóstraði í gær að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin (NSA) nýtti sér háleynilegt danskt-amerískt njósnasamstarf til að njósna um danskar stofnanir og fyrirtæki í Danmörku, auk fleiri aðila í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Noregi og Hollandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert