Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn í stað tveggja en breytingin er gerð til að breyta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Ný greining sýnir að þjóðin eldist hratt.
Þetta var ákveðið á fundi leiðtogaráðs Kína, sem forseti landsins, Xi Jinping, stýrði í dag.
Forstjóri Hagstofu Kína, Ning Jizhe, segir að á síðasta ári hafi fæðst 12 milljónir barna í Kína sem er umtalsverð fækkun frá árinu 2016 er þau voru 18 milljónir. Það sama ár var sú regla afnumin í Kína að pör mættu einungis eignast eitt barn og fólki heimilað að eignast tvö börn.