Mega eignast þrjú börn

Kínversk pör mega nú eignast þrjú börn í stað tveggja …
Kínversk pör mega nú eignast þrjú börn í stað tveggja áður. AFP

Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að heimila pörum að eignast þrjú börn í stað tveggja en breytingin er gerð til að breyta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Ný greining sýnir að þjóðin eldist hratt.

Þetta var ákveðið á fundi leiðtogaráðs Kína, sem forseti landsins, Xi Jinping, stýrði í dag.

For­stjóri Hag­stofu Kína, Ning Jizhe, seg­ir að á síðasta ári hafi fæðst 12 millj­ón­ir barna í Kína sem er um­tals­verð fækk­un frá ár­inu 2016 er þau voru 18 millj­ón­ir. Það sama ár var sú regla af­num­in í Kína að pör mættu ein­ung­is eign­ast eitt barn og fólki heim­ilað að eign­ast tvö börn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert