Fimm ára drengur sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar á Ítalíu í maí er nú kominn af gjörgæsludeild.
Drengurinn var sá eini sem komst lífs af úr slysinu en meðal látinna voru báðir foreldrar hans, bróðir og langamma og langafi.
AFP-fréttastofan hefur eftir læknum á sjúkrahúsi í Tórínó að drengurinn sýni batamerki en hann hlaut áverka á bringu og kvið.
Drengurinn er frá Ísrael en hafði flutt með fjölskyldu sinni til Norður-Ítalíu árið 2018.
Þrír menn voru handteknir vegna slyssins; eigandi fyrirtækisins sem rekur kláfinn, rekstrarstjóri og verkfræðingur. Þeim var sleppt úr haldi um helgina.