Sikileyski mafíuforinginn Giovanni Brusca, sem hefur framið hrollvekjandi glæpi eins og þann að leysa upp líkama barns í sýru, gengur nú laus. Honum var sleppt úr fangelsi í dag og hefur það vakið reiði á meðal ættingja fórnarlamba hans.
Brusca hefur játað á sig yfir 100 morð, þar á meðal morðið á dómaranum Giovanni Falcone.
Brusca hafði setið inni í 25 ár og verður hann nú á skilorði í fjögur ár. Hann hafði aðstoðað lögregluna við að hafa hendur í hári annarra glæpamanna innan mafíunnar.