Páfinn herðir refsingar gegn kynferðisafbrotum

Frans páfi hefur á valdatíma sínum reynt að takast á …
Frans páfi hefur á valdatíma sínum reynt að takast á við ítrekuð hneyksli innar kirkjunnar. AFP

Frans páfi hefur gefið út ný lög innan kaþólsku kirkjunnar sem kveða á um herta refsingu gegn prestum sem misnota börn kynferðislega. Þetta er viðamesta endurskoðun sem hefur verið gerð á svokölluðum Canon-kirkjulögum í 40 ár og munu þau taka gildi í desember.

Breytingarnar tilgreina að svipta eigi presti embætti sínu og refsa honum „með öðrum réttlátum refsingum“ ef hann „fremur brot gegn sjötta boðorði þingræðisins með ólögráða einstaklingi“. Þá segir einnig að prestur sem hvetji ólögráða einstakling „til þess að láta mynda sig nakinn eða taka þátt í klámfengnu efni“ verði á sama hátt refsað.

Nýju kirkjulögin urðu til vegna ítrekaðra kvartana þolenda kynferðisofbeldis og annarra sem sögðu gömlu lögin vera úrelt og ógegnsæ.

Frans varð páfi árið 2013 og hefur á valdatíma sínum reynt að takast á við fjölda hneykslis­mála um kyn­ferðis­lega mis­notk­un starfs­manna kaþólsku kirkj­unn­ar, sem teygja anga sína um heim­inn all­an.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka