Flugferðir á milli Þýskalands og Rússlands hafa hafist á ný eftir að ríkin lokuðu á allt flug frá hvort öðru vegna spennu yfir ástandinu í Hvíta-Rússlandi.
Fyrr í dag hafði samgönguráðuneyti Þýskalands sett bann á allar flugvélar frá Rússlandi eftir að flugi Lufthansa var meinað að lenda í Moskvu.
Fjölda flugfélaga hefur forðast lofthelgi Hvíta-Rússlands í mótmælaskyni eftir að hvítrússnesk yfirvöld handtóku blaðamanninn Roman Protasevich og Sofiu Sapega unnustu hans.