Flug á milli Þýskalands og Rússlands hefst á ný

Flugi Lufthansa var meinað að lenda í Moskvu.
Flugi Lufthansa var meinað að lenda í Moskvu. AFP

Flugferðir á milli Þýskalands og Rússlands hafa hafist á ný eftir að ríkin lokuðu á allt flug frá hvort öðru vegna spennu yfir ástandinu í Hvíta-Rússlandi.

Fyrr í dag hafði samgönguráðuneyti Þýskalands sett bann á allar flugvélar frá Rússlandi eftir að flugi Lufthansa var meinað að lenda í Moskvu. 

Fjölda flugfélaga hefur forðast loft­helgi Hvíta-Rúss­lands í mót­mæla­skyni eft­ir að hví­trúss­nesk yf­ir­völd hand­tóku blaðamann­inn Rom­an Prota­sevich og Sofiu Sapega unn­ustu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert