Náðst hefur að mynda nýja samsteypustjórn í Ísrael sem mun binda enda á tólf ára valdatíð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra.
Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fékk umboð í byrjun maí til þess að mynda stjórn og lauk því umboði nú kl. 21 að íslenskum tíma.
Nýja stjórnin samanstendur af flokkum sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vilja steypa Netanjahú af stóli en gert er ráð fyrir að Naftali Bennett, fyrrverandi varnarmálaráðherra, í Nýja hægriflokknum verði forsætisráðherra.