Danski flugherinn kaupir rafmagnsflugvélar

Pipstrel Velis Electro-vél.
Pipstrel Velis Electro-vél. Ljósmynd/Wikipedia.org

Danski flugherinn festi nýverið kaup á tveimur rafmagnsflugvélum af gerðinni Velis Electro. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska varnarmálaráðuneytinu.

Vélarnar eru búnar skrúfuhreyflum og verða notaðar í æfingar og þjálfun. Velis Electro vélarnar eru einu rafmagnsvélarnar sem hafa hlotið vottun frá Flugöryggisstofnun Evrópu og eru framleiddar af slóvenska fyrirtækinu Pipistrel.

Vonir standa til þess að flugvélakaupin minnki kolefnisspor danska hersins. Fréttaveitan AFP segir að herinn brenni 42 milljónum lítra af bensíni árlega og losi 90.000 tonn af koltvíoxíði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert