Að minnsta kosti 138 drepnir

Hermenn á ferli í norðurhluta Burkina Faso.
Hermenn á ferli í norðurhluta Burkina Faso. AFP

Að minnsta kosti 138 almennir borgarar hafa verið drepnir í norðurhluta Búrkína Fasó. Talið er að herskáir íslamistar hafi verið þar að verki.

Þetta eru mannskæðustu árárir í landinu síðan ofbeldisalda íslamista hófst í Vestur-Afríkuríkinu árið 2015, að sögn embættismanna.

Forsetinn Roch Marc Christian Kabore fordæmdi árás sem átti sér stað á landamærunum við Malí og Níger. Þar hafa vígamenn með tengsl við Al-Kaída og Ríki íslams ráðist á almenna borgara og hermenn.

Kabore hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu sem lýkur á mánudagskvöld.

Roch Marc Christian Kabore, forseti Burkina Faso.
Roch Marc Christian Kabore, forseti Burkina Faso. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert