Belgískur ofurhugi lést á Grænlandsjökli

Þrátt fyrir óumdeilda fegurð Grænlandsjökuls er ekki hættulaust að ferðast …
Þrátt fyrir óumdeilda fegurð Grænlandsjökuls er ekki hættulaust að ferðast um hann. Rax / Ragnar Axelsson

Belgíski landkönnuðurinn, jaðaríþróttamaðurinn og ljósmyndarinn Dixie Dansercoer lést við fall ofan í ísprungu á Grænlandsjökli á mánudag. Dixie var á leð sinni frá bænum Narsarsuaq, syðst á Grænlandi, og stefndi á að komast til Qaanaaq sem er á norð-vestur hluta Grænlandsjökuls. Í heildina 2.200 kílómetra langt ferðalag. Greint er frá þessu á vef Grænlenska ríkisútvarpsins. 

Stefndi að því að þvera jökulinn á 35 dögum

Með honum í leiðangrinum var kanadískur vinur hans, Sebastian Audy.  Ferðalagið átti að taka 30-35 daga, en Dixie ásamt samferðarmanni sínum ferðaðist á skíðum og notaði dreka (e. snowkite) til þess að draga sig áfram.

Áttu þeir félagar einungis nokkur hundruð kílómetra eftir á leið sinni þegar að Dixie féll ofan í sprunguna og týndi lífi sínu í leiðinni.

Ekki hægt að ná líkinu upp úr sprungunni 

Send var út leitarsveit á þyrlu og með þeim á ferð var reyndur klifrari. Klifrarinn fann búnað Dixie um 25 metra ofan í sprungunni og fór þá 15 metra neðar í sprunguna. Þrátt fyrir það kom hann ekki auga á lík Dixie Dansercoer. Lögregluyfirvöld í Grænlandi staðfestu að ómögulegt væri að ná líkinu upp úr sprungunni.

Dixie Dansercoer var sannkallaður ofurhugi. Oft á lífsleið sinni tók hann sér fyrir hendur verkefni sem fæstir menn myndu leggja á sig. Dixie þveraði til að mynda Suðurskautslandið  á árunum 1997-1998 á einungis 99 dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert