Samband sem ekki er hægt að eyðileggja

Boris Johnson og Joe Biden á fundi sínum í gær.
Boris Johnson og Joe Biden á fundi sínum í gær. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ekki vera hægt að eyðileggja samband Breta og Bandaríkjamanna. Þessu greindi hann frá eftir fyrsta fund sinn með Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í dag.

„Þetta er samband, sem hægt er að kalla djúpt og innihaldsríkt samband, hvað sem er, eða samband sem ekki er hægt að eyðileggja,“ sagði Johnson í viðtali við BBC í morgun.

„Þetta er samband sem hefur varað í mjög langan tíma og hefur verið mikilvægur hluti af friði og hagsæld bæði í Evrópu og um allan heiminn,“ bætti hann við.

Leiðtogarnir tveir ræddu um „í kringum 25 mál í nokkrum smáatriðum“ þar á meðal óeirðirnar sem hafa átt sér stað í Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta úr ESB, að sögn Johnsons. 

Áður en fundurinn hófst lofaði Johnson að Bretland myndi gefa yfir 100 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni til fátækari ríkja á næsta ári. Biden hafð áður lofað hálfum milljarði skammta til 92 fátækari ríkja.

Leiðtogar G7-ríkjanna ætla að auka við framleiðslu bóluefna til að tryggja að minnsta kosti einn milljarð skammta til fátækari ríkja. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert