Tveir með Covid í fyrstu skemmtiferðasiglingunni

Um er að ræða fyrstu skemmtiferðasiglinguna frá því í mars …
Um er að ræða fyrstu skemmtiferðasiglinguna frá því í mars 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir farþegar um borð í fyrstu skemmtiferðasiglingu frá Bandaríkjunum, greindust með Covid í dag. Allir farþegar og áhöfn skipsins voru þó bólusett.

Skemmtiferðasiglingar hafa ekki verið leyfðar frá því 14. mars á síðasta ári þegar smitsjúkdómaeftirlit Bandaríkjanna (The US Center for Disease Control and Prevention) gaf út tilskipun þess efnis, enda höfðu þá þegar orðið einhver dauðsföll um borð í slíkum skipum, vegna Covid.

Skipið sem um ræðir ber nafnið „Árþúsund frægðarinnar“ (The Celebrity Millennium). Það sigldi af stað á laugardaginn með 600 farþega um borð auk 650 manna áhafnar. 

Leiðin lá um Karíbahaf frá eyjunni Sankti Martin (St.Maarten) og stendur yfir í 7 daga með viðkomu í Barbados, Arúba og Curacao. 

Farþegarnir sem greindust með Covid deildu herbergi og kom smitið fram í skimun sem allir eru skyldaðir til að fara í við lok ferðarinnar.  Hin smituðu finna ekki fyrir einkennum en eru nú í einangrun.

Áður en skipið sigldi af stað voru allir farþegar látnir framvísa bólusetningarvottorði sem og neikvæðri niðurstöðu úr skimun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert