Katrín og Guðlaugur sækja fund NATO í Brussel

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir á morgun fund leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Þetta er fyrsti fundur forsætisráðherra erlendis í meira en ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækir einnig fundinn.

Á dagskrá fundarins eru tillögur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, til leiðtoganna sem miða að því að styrkja Atlantshafstengslin og efla pólitískt samstarf til að bandalagið verði enn betur í stakk búið til að takast á við öryggisáskoranir nútíðar og framtíðar. Þá verður ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögð fyrir leiðtogana og ný netöryggisstefna að því er fram kemur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert