Tólf ára valdatíð Netanyahu lokið

Benjamin Netanyahu hefur nú tapað völdum í Ísrael næstu 4 …
Benjamin Netanyahu hefur nú tapað völdum í Ísrael næstu 4 árin að minnsta kosti. AFP

Benjamin Netanyahu hefur tapað völdum í Ísrael eftir 12 ára valdatíð en kosið var um nýja ríkisstjórn á ísraelska þinginu í dag. Þetta segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þjóðernissinninn Naftali Bennett er nýr forsætisráðherra Ísraels og leiðir hann nýja ríkisstjórn sem sagt er að miðist að breytingum og samanstendur af fordæmalausu bandalagi þjóðernissinna og jafnaðarmanna með meirihluta upp á aðeins 60 sæti gegn 59.

Skipta kjörtímabilinu í tvennt

Bennett verður forsætisráðherra fram í september 2023 en þá tekur Yair Lapid, formaður jafnaðarmannaflokksins Yesh Atid, við keflinu seinni tvö ár kjörtímabilsins.

Benjamin Netanyahu er sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst í Ísrael og hefur drottnað yfir pólitíska landslaginu svo árum skiptir þar í landi. Hann verður nú áfram formaður hins hægrisinnaða Likud-flokks og verður leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert