Auðjöfurinn Mackenzie Scott heldur áfram að gefa af sér en í dag gaf hún hinum ýmsu góðgerðarfélögum tæpa þrjá milljarða Bandaríkjadala. Á gengi dagsins í dag samsvarar það um 334 milljörðum íslenskra króna.
Það er rétt tæpum hundrað milljörðum króna meira en heildarfjárfestingar í fiskveiðum og fiskvinnslu, þjónustu við fiskveiðar og fiskeldi á árunum 2008 til 2019 hérlendis.
Mackenzie var gift einum ríkasta manni heims, Jeff Bezos, en þau greindu frá skilnaði sínum í janúar 2019. Mackenzie er meðal ríkustu kvenna heims.