Sæti Liverpool á heimsminjaskrá umdeilt

Dómkirkjan í Liverpool.
Dómkirkjan í Liverpool. AFP

Heimsminjaskrá UNESCO segist íhuga að taka Liverpool-borg af listanum. Sæti Liverpool á listanum hefur verið umdeilt síðasta áratug eftir að nýjar framkvæmdir í borginni gerðu hana nútímalegri. 

Um það bil 30 manns úr stjórnmálum, íþróttahreyfingunni og fræðimannasamfélaginu hafa skrifað undir bréf þar sem þeir hvetja UNESCO til að halda Liverpool á listanum. Þeir sem skrifa undir bréfið hafa beðið forsvarsmenn listans að taka ekki neinar róttækar ákvarðanir og frekar að koma og heimsækja borgina í staðinn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Liverpool komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004, því borgin var stór miðstöð verslunar á tímum breska heimsveldisins og vegna kennileita hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert