Metfjöldi tilfella Covid-19 greinist nú daglega í Mjanmar og hafa menn af því áhyggjur að faraldurinn muni bera heilbrigðiskerfið ofurliði.
546 ný tilfelli greindust í landinu á laugardaginn og sjö létust af völdum veirunnar sem er talið vera hæsta tala tilfella síðan 1. febrúar.
Að sögn The Guardian hafa viðbrögð landsins við heimsfaraldrinum steypst í óreiðu eftir að valdarán hersins átti sér stað 1. febrúar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, var sett í stofufangelsi. Talið er að 800 hafi látið lífið í valdaráninu og yfir fimm þúsund manns verið handteknir.
Meðal handtekinna er fjöldi heilbrigðisstarfsmanna fyrir andóf, þar á meðal fyrrum umsjónarmaður bólusetninga í Mjanmar, dr. Htar Htar Lin, en hann stendur frammi fyrir því að verða ákærður fyrir landráð fyrir að vinna með lýðræðissinnum.