Vantrauststillaga á Löfven samþykkt á sænska þinginu

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Vantrauststillaga á ríkisstjórn Stefans Löfvens forsætisráðherra Svíþjóðar hefur verið samþykkt á sænska þinginu. Ríkisstjórn Löfvens er því fallin, ári áður en kosningar áttu að fara fram. 

Löfven er fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar sem felldur er með þessum hætti. Vantrauststillagan var samþykkt með 181 atkvæði, en 349 þingmenn sitja á sænska þinginu. 109 greiddu atkvæði gegn tillögunni og 51 sátu hjá.  

Löfven fær nú tækifæri til þess að segja af sér og forseti sænska þingsins mun þá finna nýjan forsætisráðherra, en ellagar hefur Löfven sjö daga til að boða til kosninga. Hann hefur boðað til blaðamannafundar sem hefst klukkan 9:30 að íslenskum tíma. 

Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert