Umfangsmiklar björgunaraðgerðir standa yfir í Miami-Dade-sýslu í Flórída eftir að 12 hæða bygging hrundi að hluta í nótt.
Um hundrað íbúðir eru í húsinu sem stendur við Collins Avenue í bænum Surfside, um tíu kílómetra norður af Miami Beach.
Fjölmiðlar vestanhafs segja ljóst að einhverjir eru slasaðir. ABC-fréttastofan fullyrðir að að minnsta kosti átta manns hafi verið fluttir á sjúkrahús. Óttast er að fjöldi fólks sé fastur undir rústunum.
Fréttamaður AP fullyrðir á Twitter að kona hafi látist þegar húsið hrundi og 10 ára dreng hafi verið bjargað.
JUST IN: Our sources confirm at least one woman has died after partial building collapse in Surfside. We also know people are being rescued from the building. Our source said one of those rescued was a boy about 10 years old.@CBSMiami @CBSNews @CBS4NEWSDESK https://t.co/29SxTg6rtS
— Brooke Shafer (@BrookeShaferTV) June 24, 2021
Um 80 slökkvi- og sjúkraflutningabílar frá slökkviliði sýslunnar eru á staðnum en útkallið barst klukkan tvö að staðartíma í nótt, eða um klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Lögreglan aðstoðar einnig við björgunaraðgerðir.
DEVELOPING: Miami-Dade Fire Rescue responded to a partial building collapse in Surfside, Florida early Thursday morning. It's unclear if there are any injuries or if anyone is trapped at the scene. pic.twitter.com/k0Kfjlc55A
— CBS News (@CBSNews) June 24, 2021
Fréttin hefur verið uppfærð.