Enn er um hundrað manns saknað eftir að eftir að tólf hæða íbúðarhús hrundi að hluta í strandbænum Surfside í Miami í Flórída í nótt.
Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna og óttast lögregla að tala látinna muni hækka töluvert.
Samkvæmt lögreglunni í Seaside er enn óvíst hvað varð til þess að byggingin hrundi.
„Þetta gæti verið af mismunandi ástæðum, við erum enn á frumstigi rannsóknarinnar,“ sagði Freddy Ramirez, forstöðumaður lögregluembættisins í Miami-Dade í samtali við fréttastofu AFP.
Ljósmyndir af vettvangi varpa ljósi á umfang hamfaranna.