Uppgötvuðu yfir 750 ómerktar grafir

Uppgötvunin hefur kastað ljósi á dimman kafla í sögu Kanada.
Uppgötvunin hefur kastað ljósi á dimman kafla í sögu Kanada. AFP

751 ómerkt gröf hefur fundist nálægt fyrrum kaþólskum skóla fyrir frumbyggja í vesturhluta Kanada. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem mál á borð við þetta kemur upp.

Uppgötvunin hefur kastað ljósi á dimman kafla í sögu Kanada og endurvakið ákall til páfa og kirkjunnar um afsökunarbeiðni á þeirri misnotkun og því ofbeldi sem nemendur skólans urðu fyrir, þar sem frumbyggjum var gert að samlagast menningu landsins.

„Frá og með gærdeginum höfum við fundið 751 ómerkta gröf,“ sagði Cadmus Delorme, leiðtogi Cowessesss-frumbyggjasamfélagsins, á blaðamannafundi í dag.

Líkur á að grafirnar hafi verið merktar

„Þetta er ekki fjöldagröf heldur ómerktar grafir,“ bætti hann við og sagði að hver gröf yrði metin á næstu vikum til að ákvarða endanlegan fjölda fórnarlambanna.

Hann segir að grafirnar hafi fundist með ratsjá þegar rannsakað var jörðina á svæðinu. Samkvæmt Delorme eru líkur á að grafirnar hefðu verið merktar en fulltrúar kaþólsku kirkjunnar fjarlægt legsteinana.

Þar sem það er talinn glæpur að fjarlægja merkingar grafa í Kanada segir Delorme að verið sé að rannsaka svæðið sem vettvang glæps.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert