Tala látinna eftir hrun annars Champlain-turnanna í Miami í gær hefur nú hækkað í fjóra. 159 er enn saknað.
Champlain-turnarnir eru tólf hæða íbúðarhús í strandbænum Surfside í Miami í Flórída. Að sögn yfirvalda er enn óljóst hversu margir voru inni í húsinu þegar það hrundi en 120 manns hafa nú þegar gefið sig fram.
Borgarstjóri Miami segir enn vera von að fórnarlömb finnist í rústunum. Orsök slyssins eru enn óljós.