Fimmta dauðsfallið staðfest

Unnið að leit og björgun á hamfarasvæðinu í Flórdía.
Unnið að leit og björgun á hamfarasvæðinu í Flórdía. AFP

Fjöldi látinna vegna hruns ann­ars Champlain-turn­anna í Miami á fimmtudaginn er nú fimm manns samkvæmt yfirvöldum í Flórída. 

Daniella Levine Cava, borgarstjóri í Miami, sagði í morgun að fjöldi þeirra sem enn er saknað sé kominn niður í 156.

Cava sagði á blaðamannafundi í morgun að áfram væri leit og björgun eftir slysið algjört forgangsatriði.

Hluti turnsins féll saman snemma að morgni á fimmtudaginn á meðan fjölmargir íbúar sváfu. Enn liggur orsök hrunsins ekki fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert