Dauðsföllum fjölgar í Rússlandi

Frá Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Frá Moskvu, höfuðborg Rússlands. AFP

144 létust af völdum Covid-19 í Moskvu í Rússlandi síðastliðinn sólarhring samkvæmt opinberum tölum. Um er að ræða mesta fjölda látinna í einni borg í Rússlandi á einum sólarhring síðan heimsfaraldurinn hófst.  

Til stendur að halda undanúrslit Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu í Sankti Pétursborg á föstudaginn þar sem þúsundir áhorfenda verða leyfðir.

Fjöldi smita af Covid-19 hefur aukist undanfarnar vikur í Rússlandi. Talið er að það skýrist af því hversu smitandi Delta-afbrigði kórónuveirunnar er. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert