Leita konu sem olli furðulegu slysi

Rétt áður en einn keppandinn hjólaði á skiltið sem konan …
Rétt áður en einn keppandinn hjólaði á skiltið sem konan vísaði að sjónvarpsmyndavélunum. Ljósmynd/Twitter

Furðulegt slys sem varð á fyrsta keppn­is­degi Frakk­lands­hjól­reiðanna, Tour de France, í gær er rann­sakað sem saka­mál.

Franska lög­regl­an leit­ar konu sem hélt á stóru skilti sem náði inn á keppn­is­braut­ina og felldi þýska hjólareiðamann­inn Tony Mart­in með þeim af­leiðing­um að fjöldi annarra kepp­enda féll einnig á göt­una. 

Kon­an verður ákærð fyr­ir að brjóta ör­ygg­is­regl­ur af ásettu ráði og fyr­ir að valda meiðslum sem geta leitt til at­vinnum­issis í allt að þrjá mánuði. 

Mynd­skeiði af slys­inu hef­ur verið dreift á sam­fé­lags­miðlum þar sem kon­an sést greini­lega, í gul­um jakka, halda á skilti sem á stend­ur „amma og afi“ á þýsku. Hún snýr baki í kepp­end­urna sem nálg­ast hana á fleygi­ferð með fyrr­nefnd­um af­leiðing­um. Einn kepp­andi hef­ur þurft að draga sig al­farið úr keppni og átta þurftu að leita lækn­isaðstoðar. Kon­an flúði af vett­vangi eft­ir slysið og lög­regl­an biðlar til vitna að gefa sig fram hafi þeir upp­lýs­ing­ar um kon­una. 

Beðnir um að virða ör­yggi kepp­enda

Pier­re-Yves Thou­ault, fram­kvæmda­stjóri Tour de France, seg­ir skipu­leggj­end­ur keppn­inn­ar ætla að leita rétt­ar síns. „Við ætl­um að lög­sækja kon­una fyr­ir slæma hegðun. Þetta ger­um við svo að sára­lít­ill minni­hluti sem ger­ir hluti á borð við þenn­an skemmi ekki fyr­ir öll­um hinum,“ seg­ir hann í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. 

Skipu­leggj­end­ur Tour de France hafa birt færslu á Twitter þar sem áhorf­end­ur eru beðnir um að virða ör­yggi kepp­enda. „Ekki fórna öllu fyr­ir mynd eða að kom­ast í sjón­varpið!“ seg­ir meðal ann­ars í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert