Bandaríkjamenn hefja loftárásir

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um árásina rétt í þessu.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um árásina rétt í þessu. AFP

Bandarísk stjórnvöld hófu í dag loftárásir á starfsstöðvar hersveita sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda á landamærum Sýrlands og Íraks, að því er fram kemur í tilkynningu frá varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásirnar, að því er AFP greinir frá. 

„Að skipun Joes Bidens Bandaríkjaforseta hefur bandaríski herinn hafið loftárásir á starfsstöðvar hersveita sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda á landamærum Sýrlands og Írans,“ segir í tilkynningu frá John Kirby, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

Hann bætir við að árásirnar séu andsvar við árásum hersveita á vegum Írans á það sem viðkemur hagsmunum Bandaríkjamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert