Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldsvoðanum sem kom upp við Elephant and Castle-lestarstöðina í suðurhluta Lundúna, að sögn borgarstjórans Sadiqs Khans.
Að minnsta kosti sex hafa leitað aðhlynningar, þar af einn sem var fluttur með sjúkrabíl.
Sex bílar hafa eyðilagst ásamt símaklefa í nágrenni við lestarstöðina en lokað hefur verið fyrir umferð um svæðið og lestarferðum verið aflýst eða seinkað.
Alls tóku 100 slökkviliðsmenn þátt í að slökkva eldinn þegar mest lét en eldsupptök eru enn ekki staðfest þótt grunur leiki á um að rekja megi atvikið til bílavarahlutaverslunar.