Eitt hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við mikinn eld í vöruskemmum í suðurhluta Lundúna á meðan þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina.
Slökkvilið Lundúna segja eldsvoðann þegar hafa eyðilagt þrjár skemmur, sem eru undir lestarteinum í borginni, auk fjögurra bíla og símaklefa í Elephant and Castle-svæðinu nálægt Thames-á.
Að minnsta kosti einn slasaðist í eldsvoðanum er segir á vef Ríkisútvapsins. Sá var fluttur á brott í sjúkrabíl.
Myndskeið af samfélagsmiðlum sýna þykkan reyk koma úr skemmunum og sprengingu sem varð til þess að slökkviliðsmennirnir þurftu að leita skjóls.
Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa gefið út að eldsvoðinn tengist ekki hryðjuverkum.
Myndskeiðið sem um ræðir:
Jesus Christ, scenes from Elephant and Castle fire. #London pic.twitter.com/vrIzRSXUuM
— Darren (@Darren94775262) June 28, 2021
Fleira myndefni:
A large fire has broken out near the central London train station of Elephant and Castle, sending huge plumes of black smoke over the capital.
— ABC News (@ABC) June 28, 2021
London Fire Brigade says 15 fire engines and 100 firefighters are battling the blaze. https://t.co/3CJCu3yLBG pic.twitter.com/HSeltph9kl
Um London wtf is going on?! pic.twitter.com/wbPMdpNijF
— Matthew James Lister (@MrMattLister) June 28, 2021
Fréttin hefur verið uppfærð.