Mikill eldsvoði í London

Eitt hundrað slökkvuliðsmenn berjast nú við eld í vöruskemmum í …
Eitt hundrað slökkvuliðsmenn berjast nú við eld í vöruskemmum í suðurhluta Lundúna á meðan þykkan reykmökk leggur yfir borgina. AFP

Eitt hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við mikinn eld í vöruskemmum í suðurhluta Lundúna á meðan þykkan reykjarmökk leggur yfir borgina.

Slökkvilið Lundúna segja eldsvoðann þegar hafa eyðilagt þrjár skemmur, sem eru undir lestarteinum í borginni, auk fjögurra bíla og símaklefa í Elephant and Castle-svæðinu nálægt Thames-á.

Um eitt hundrað slökkviliðsmenn keppast nú við að slökkva í …
Um eitt hundrað slökkviliðsmenn keppast nú við að slökkva í eldinum. AFP

Að minnsta kosti einn slasaðist í eldsvoðanum er segir á vef Ríkisútvapsins. Sá var fluttur á brott í sjúkrabíl.

Myndskeið af samfélagsmiðlum sýna þykkan reyk koma úr skemmunum og sprengingu sem varð til þess að slökkviliðsmennirnir þurftu að leita skjóls.

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa gefið út að eldsvoðinn tengist ekki hryðjuverkum.

Myndskeiðið sem um ræðir:

Fleira myndefni:

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert