Annað hitamet slegið: Heitara í Kanada en Dubai

Degi eftir að 84 ára gamalt hitamet var slegið í Kanada féll annað hitamet. Það var þegar hitinn mældist 47,9 gráður í Lytton í Bresku-Kólumbíu í gær. Þá sáust einnig áður óséðar hitatölur í bandarísku borgunum Portland, Oregon, Seattle og Washington. 

„Þetta er eyðimerkurhiti, það er mjög þurrt og heitt,“ segir David Phillips, loftslagsfræðingur hjá umhverfisstofnun Kanada.

Íbúar Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum kæla sig í Clackamas-ánni.
Íbúar Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum kæla sig í Clackamas-ánni. AFP

„Við búum á næstkaldasta landi í heimi og því snjóþyngsta. Við sjáum oft kuldaköst og snjóbylji en við tölum ekki oft um svona heitt veður.“

David bætti því við að það væri kaldara í Dubai en Kanada þessa stundina.

Vegna mikils hita og þurrks hafa gróðureldar kviknað. Þá hefur skólum og bólusetningarmiðstöðvum verið lokað og kælingarmiðstöðvar verið opnaðar fyrir fólk í staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert