Tugir látnir vegna steikjandi hita í Kanada

Fólk hefur leitað í sundlaugar og á strendur til þess …
Fólk hefur leitað í sundlaugar og á strendur til þess að kæla sig í hitanum sem nær til norðvesturhluta Bandaríkjanna. AFP

Fjöldi dauðsfalla á Vancouver-svæðinu í Kanada er líklega tengdur hrikalegri hitabylgju, að því er yfirvöld greindu frá í gær þegar Kanada skráði hæsta hitastig sem nokkru sinni hefur mælst í landinu. Hitabylgjan nær til norðvesturhluta Bandaríkjanna. 

Að minnsta kosti 134 manns hafa týnt lífi snögglega síðan á föstudag á Vancouver-svæðinu, samkvæmt gögnum lögreglunnar í Vancouver. Lögreglustjórinn sagði að langflest dauðsfallanna mætti tengja hitanum. 

Hitastigið náði 49,5 stigum í gær í Lytton í Kanada sem er um það bil 250 mílur austur af Vancouver. Dagana á undan höfðu einnig fallið hitamet í Lytton. 

„Vancouver hefur aldrei upplifað hita sem þennan og því miður eru tugir manna að deyja vegna hitans,“ sagði lögreglustjórinn Steve Addison. 

Önnur sveitarfélög hafa einnig sagt að þar hafi óvenjumargir látist síðustu daga en tölur yfir þá sem látist hafa skyndilega hafa ekki verið gefnar út annars staðar en á Vancouver-svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert