Bretland og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í „pylsustríðinu“ svokallaða.
Pylsustríðið er eitt af matvælatengdum ágreiningsefnum ESB og Bretlands við útgöngu Bretlands úr sambandinu og snýr að innflutningi á pylsum frá Bretlandi til Norður-Írlands.
Nú hafa báðir aðilar samþykkt að framlengja frest á tímabundnum samningi sem gilda átti aðeins meðan á aðlögunartímabili stóð við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Ríkisstjórn Boris Johnson hafði sakað Evrópusambandið um „pjúrista“-nálgun í reglugerðum um innflutning kældra kjörvara og hafði hótað að beita sér einhliða og hunsa reglugerðir um eftirlit með kældu kjöti til Norður-Írlands.
Að sama skapi hafði Evrópusambandið lýst því yfir að brugðist yrði harkalega við slíkum aðgerðum „ef Bretland myndi brjóta gegn Brexit-samningnum“.
„Við erum ánægð með að hafa náð fram skynsamlegri framlengingu á flutningi kældra kjörvara frá Bretlandi til Norður-Írlands,“ sagði Brexit-ráðherrann David Frost um pylsustríðið við breska fjölmiðla í dag.