Löfven fær tækifæri til að mynda nýja stjórn

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn.

Löfven fær tækifærið í kjölfar þess að formaður sænska íhalds­flokks­ins Modera­terna, Ulf Kristers­son, skilaði stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði í morgun. Hann sagði ekki næg­an fjölda þing­manna á sænska þing­inu styðja mynd­un borg­ara­legr­ar hægri­stjórn­ar. 

Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að Norlén segist tilbúinn að tilnefna Löfven sem forsætisráðherra síðdegis í dag, sýni hann fram á að hann geti myndað starfhæfa stjórn. Löfven er þó starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén.
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert