Enn hækkar tala látinna eftir að fjölbýlishús hrundi til grunna í Miami-Dade-sýslu í Flórída. Síðdegis í dag að staðartíma voru tveir til viðbótar staðfestir látnir, sem þýðir að tala látinna stendur nú í 22. Enn er 126 manns saknað í kjölfar hamfaranna.
Þeir tveir er bættust í hóp látinna fundust í kjölfar þess að yfirvöld tilkynntu að rífa ætti niður þann hluta hússins sem enn stendur.
Í tilkynningu yfirvalda segir að aðaláhersluefnið sé enn að leita þeirra sem enn er saknað. Enn sé verið að meta möguleikana og áætla hvernig best sé staðið að því að rífa restina af húsinu niður.
Björgunaraðilar þurftu að stöðva leit sína í gær vegna þess að ekki var talið öruggt að vera á svæðinu, en þeir hófu síðar um daginn aftur björgunarstörf.